Verkir í baki hjá golfiðkendum
Verkir í baki eru mjög algeng meiðsli hjá golfiðkendum. Margar ástæður eru fyrir þessum meiðslum, því er mikilvægt að finna orsökina hjá hverjum og einum og leiðrétta til að koma í veg fyrir frekari og jafnvel verri meiðsli. Slæm líkamsstaða, rangur sveifluferill, vöðvaójafnvægi, skertur hreyfanleiki í hrygg og vöðvum. Hvað er til ráða?
Hrygggreining. Ef hryggurinn hreyfist ekki eðlilega þá er erfitt fyrir okkur að framkvæma góða golfsveiflu.
Vöðvastyrking. Mikilvægt er að leggja áherslu á þá vöðvahópa sem koma að sveiflunni. Ekki gleyma að leggja áherslu á rassvöðva, kviðvöðva og mjóbak.
Hitið upp. Golfsveifla er mikið álag á liði og vöðva því hreyfingin er snögg og kraftmikil. Hitið alltaf upp fyrir golfleik á sama hátt, það eykur stöðugleika á fyrsta teig.
Teygjuæfingar. Að teygja í 5–10 mínútur á hverjum degi skilar miklum árangri til lengri tíma og minnkar líkurnar á meiðslum í framtíðinni. Nægur hreyfanleiki er undirstaða góðrar golfsveiflu.
Láttu meta hvaða æfingar og teygjur henta þér til að koma í veg fyrir meiðsli. Njóttu þess að spila golf án verkja.