Verkur í hné – Hvað veldur?
Alltof margir eru slæmir í hnjám og hafa jafnvel farið í aðgerð á hné eða hnjám til að laga vandamálið. Aðgerðin leysir vandann hjá sumum en aðrir verða aftur slæmir eða hreinlega lagast ekki við aðgerðina. Þá er nauðsynlegt að horfa á stóru myndina. Rangt álag til lengri tíma getur myndað hnémeiðsl eða valdið slysi. Mikilvægt er að komast að og leiðrétta orsökina fyrir verknum.
Hné er einn af þessum óheppnu liðum sem er háður eðlilegri hreyfingu frá mjöðmum og ökklum, ef hreyfing skerðist frá þessum fyrrnefndu liðum þá getur það breytt afstöðu hnéliðarins og myndað óeðlilegt slit. Ef vöðvar í kringum hné eru missterkir og eða liðbönd á utanverðu lærinu (IT-band) stíf getur það valdið því að hnéskelin hreyfist óeðlilega og myndað bólgur undir hnéskel sem getur verið sársaukafullt. Stuttur fótur getur valdið óeðlilegu álagi á mjaðmir og skert hreyfigetu mjaðmaliðarins í svokölluðum ytri snúning liðarins, við það styttast vöðvar í kringum mjaðmaliðinn og hvað gerist? Hætta á meiðslum í baki hnjám eykst og golfsveiflan getur breyst til hins verra.
Láttu ekki verki og óþægindi koma í bakið á þér. Hryggurinn þinn er grunnur að góðri heilsu. Finnum og leiðréttum orsökina, það er leiðin út úr meiðslum.