Frjálsíþróttamaðurinn Jón Arnar Magnússon telur að sjálfsofnæmi sem hann fékk í háskólanámi erlendis megi rekja til þess hversu snögglega hann hætti æfingum. Ofnæmið varð til þess að þessi fyrrum hár- og skeggprúði maður missti hvert einasta hár.
Eftir að hafa lært kírópraktík í Bretlandi í fimm ár er hann nú fluttur heim og starfar sem kírópraktor.
Ísland í dag hitti Jón Arnar en hægt að horfa á innslagið með því að smella á tengilinn hér að ofan.