Mikilvægt að viðhalda golfsveiflunni
Margir hætta alveg að sveifla golfkylfu yfir vetrartímann sem er ekki rétt að gera. Það tekur líkamann fyrsta mánuðinn á hverju sumri að venjast golfsveiflunni aftur og þann tíma megum við ekki missa hérna á Íslandi því golftímabilið er stutt.
Að stunda líkamsrækt yfir vetrartímann er það besta sem við getum gert til að viðhalda vöðvastyrk, þoli og liðleika. En hvernig er best að byrja?
Best er að tala við fagaðila sem er menntaður á þessu sviði svo hann geri sér grein fyrir hvaða vöðvar eru mikilvægastir fyrir golfsveifluna þína. Mikilvægt er að fá réttar æfingar sem henta þér og vinna að leiðréttingu frekar en að stuðla að frekari óstöðugleika. Gott er að setja sér markmið og setja upp æfingaáætlun yfir vetrartímann, blanda saman æfingum fyrir stutta spilið og pútta ásamt líkamsrækt.
Breytingar eru gerðar á veturna ekki yfir sumartímann þegar við viljum eyða tímanum á golfvellinum.