Helga Björg Þórólfsdóttir B.Sc. D.C.

Kírópraktor / Framkvæmdastjóri

helga@kpi.is

Helga útskrifaðist úr Palmer College of Chiropractic í Iowa í Bandaríkjunum árið 2016 og hefur starfað á Kírópraktorstofu Íslands síðan hún snéri heim. Áður hafði hún lokið námi í líffræði frá Háskóla Íslands. Frá 2017 hefur Helga einnig starfað á Sauðárkróki reglulega, fyrst hjá Sjúkraþjálfun Sigurveigar en í dag í útibúi Kírópraktorstofu Íslands að Hólavegi 16. 
 
Í náminu í Bandaríkjunum starfaði Helga sem aðstoðamaður yfirsjúkraþjálfara og í röntgengreiningardeild skólans ásamt því að vera í skólaliðinu í rugby. Hún lauk utan námsins námskeiðum í m.a. Graston mjúkvefjalosun.
 
Helga hefur sérstakan áhuga á að fyrirbyggja vandamál og verki í líkamanum og leggur mikla áherslu á að leiðrétta líkamsbeytingu með einföldum æfingum og breyttum venjum.
 
2014 – Soft tissue treatments í Palmer College of Chiropractic
2016 – Blair upper cervical technique í Palmer College of Chiropractic

Matthías Arnarson  M.Chiro

Yfir Kírópraktor

matti@kpi.is

Matthías útskrifaðist sem kírópraktor frá AECC University College í Bournemouth, Englandi eftir fjögurra ára nám. Matthías var formaður og leiðbeinandi í Gonstead klúbbnum í skólanum þar sem hann kenndi samnemendum sínum Gonstead tækni og aðferðafræði. Matthías sótti einnig fjölmörg námskeið í Gonstead tækninni á námsárum sínum. Í klíníska náminu sínu var hann í starfsnámi í brjóstagjafar klíník sem var starfrækt með ljósmæðrum í klíník skólans. Í því var lögð áhersla á greiningu og meðhöndlun ungabarna og mæðra, en þar var Matthías eini karlmaðurinn í hópnum. Við lok starfsnámsins var hann tilnefndur til verðlauna sem „besti alhliða nemandinn“ við skólann.

Matthías á víðtækan íþróttaferil að baki og hefur æft og þjálfað fjölmargar íþróttir frá unga aldri. Þar má helst nefna snjóbretti, bardagaíþróttir og fótbolta. Hann ólst einnig upp við víðtæk meðferðarúrræði föður síns sem er sjúkranuddari og sérfræðingur í kínverskum nálastungum.  Í dag stundar Matthías snjóbretti, brimbretti, fjallahjólreiðar, Crossfit, hlaup, útivist ásamt fleiru svo eitthvað sé nefnt og er með fjólublátt belti í Brasilísku Jiu Jitsu.

Matthías notast við Gonstead hnykkingakerfið við greiningu á meðhöndlun á skjólstæðingum sínum. Hann hefur mikinn áhuga á meðhöndlun útlima (handleggir og fótleggir) sem er einmitt einstaklega áhrifarík meðhöndlun á íþróttafólk. Matthíasi finnst mikilvægt að fyrirbyggja vandamál áður en þau verða krónísk, en finnst samt sem áður skemmtilegt að takast á við krefjandi og flókin tilfelli sem þarfnast mikillar nákvæmni.

Matthías er giftur eiginkonu sinni Ölmu Egilsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og saman eiga þau 3 drengi, þá Breka Þey, Birni Mána og Óðinn Atlas.

Námskeið:

  • Gonstead Specific Chiropractic seminars, dr. Lawrence King – fimm námskeið á árunum 2016 – 2019.
  • Gonstead Seminar of Chiropractic – dr. John Cox og dr. Bill Droessler 2018.
  • Pelvic bench Secrets, Gonstead System of Chiropractic – dr. Lydia Dever 2017.
  • Gonstead System of Chiropractic – dr. Gregory Plaugher 2018.
  • Wrist, Elbow and Hand Extremity Adjusting – dr. Mitch Mally 2017.
  • Lower Extremity adjusting – dr. Mitch Mally 2018.
  • Adjusting workshop – dr. Graeme Massey 2019.
  • Gonstead Adjusting Academy – dr. David Currie 2019.
  • Gonstead námskeið Forun Institute í Valencia – 2022 og 2023

  • Egill Þorsteinsson DC 

    Kírópraktor

    egill@kpi.is

    Egill Þorsteinsson fæddist í Reykjavík þann 7. október, 1968. Foreldrar hans eru Þorsteinn frá Hamri, skáld og Guðrún Svava Svavarsdóttir, myndlistakona og fótaaðgerðafæðingur. Hann er giftur Agnesi Matthíasdóttur. Þau eiga þrjú börn, Sólveigu Leu, Ástgeir og Guðrúnu Svövu.

    Egill ákvað að verða kírópraktor eftir að hafa átt í erfiðum og langvarandi íþróttameiðslum sem unglingur. Sú reynsla að fara á milli margra ólíkra meðferðaraðila árum saman án þess að öðlast bata hafði mikil áhrif á hann og varð til þess að hann tók að grandskoða hin ólíku meðferðarfög og grundvöll þann sem þau byggðu á. Kírópraktíkin heillaði hann mest vegna þess að hún er grundvölluð á óumbreytanlegum lögmálum og stefnir að göfugu takmarki sem beinist ekki eingöngu að því að breyta sjúkdómseinkennum til hins betra, heldur að því að bæta alla heilsu fólks og líf með því að fjarlægja taugapressu sem er í eðli sínu neikvæð tilveru mannsins.

    Egill lærði kírópraktík í Sherman College of Chiropractic, sem er í Spartanburg í Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum þar sem hann bjó í fimm ár. Hann var annar stofnenda Gonstead námsklúbbs innan skólans. Klúbburinn starfar hörðum höndum að því að aðstoða nemendur við að læra og ná tökum á Gonstead aðferðinni, sem af mörgum er talin erfiðasta en um leið áhrifaríkasta aðferð í faginu. Egill varð fljótlega varaforsteti klúbbsins og síðar forseti. Hann öðlaðist dýrmæta reynslu á þessum árum. Stór hluti nemenda skólans kom reglulega á fundi og sá Egill að miklu leyti um kennsluna sem ýmist fór fram í húsnæði klúbbsins eða í skólanum. Hann sá að miklu leyti um framkvæmdir og rekstur klúbbsins og algengt var að hann kenndi tólf til fimmtán klukkustundir á viku, með náminu. Margir af virtustu Gonstead kírópraktorum heims komu og héldu kennslunámskeið fyrir klúbbinn á þessum árum. Þessi þekking og reynsla nýtist Agli vel í starfi hans á hverjum degi. Hann útskrifaðist þann 20. desember, 1997 og hefur starfað síðan 22. apríl, 1998, hér á Íslandi. Egill fer reglulega erlendis til þess að bæta við menntun sína.

    Jón Arnar Magnússon B.Sc. M.Chiro

    Kírópraktor

    jonarnar@kpi.is

    Jón Arnar er ólympíufari í tugþraut og einn ástsælasti íþróttamaður þjóðarinnar til margra ára, menntaður íþróttakennari frá Laugarvatni og útskrifaðist þaðan 1993, fyrrum atvinnumaður í frjálsum íþróttum í yfir tíu ár, verðlaunahafi á heimsmeistara- og Evrópumeistaramótum og margfaldur Íslandsmeistari og Norðurlandameistari í frjálsum íþróttum. Árið 2006 fór hann ásamt fjölskyldu sinni til Englands og lagði stund á kírópraktík við Anglo European College of Chiropractic (AECC) í Bournemouth Dorset. Þar var hann fenginn til þess að meðhöndla íþróttamenn og almenning, og kom þá reynslan af íþróttum til góða. Hann hlaut verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi framlag sitt við meðhöndlun og endurhæfingu á íþróttamönnum. Jón Arnar starfaði sem aðstoðarmaður yfirmanns endurhæfingarseturs AECC og fékkst þar við margs konar hreyfigreiningar og rannsóknarvinnu varðandi hreyfiferla og hreyfigetu líkamans. Þá hefur hann einnig komið að þjálfun og séð um að útbúa æfingaáætlun fyrir aðra afreksíþróttamenn.

    Íþróttaferillinn og sú gríðarlega reynsla sem honum fylgir, ásamt náminu, hafa gert Jóni Arnari kleift að nálgast og aðstoða skjólstæðinga sína frá mörgum hliðum því engir tveir einstaklingar eru eins.

    Fannar Sindrason M. Chiro

    Á starfsnámsári

    fannar@kpi.is

    Fannar útskrifaðist sem kírópraktor frá AECC University College í Bournemouth, Englandi 2024 eftir 5 ára nám. Hann hafði verið viðskiptavinur KPÍ  frá því hann var unglingur og ákvað eftir að hafa starfað sem rafvirki frá 2010 að hefja kírópraktornám þar sem hann hafði mikinn áhuga á mannslíkamanum. Meðfram námi sínu hjá AECC, sótti hann  fjölmörg námskeið í Gonstead aðferðarfræði kírópraktora og var Fannar valin formaður Gonstead félags skólans, þar sem hann kenndi samnemendum sínum Gonstead tækni og aðferðafræði. Einnig kláraði hann starfsnám í brjóstagjafa klíník sem var starfrækt með ljósmæðrum í nemendaklíník skólans auk þess að hafa meðhöndlað fjölmörg börn á öllum aldri.

    Fannar hefur stundað fjölda íþrótta frá ungum aldri. Þar má nefna fótbolta, körfubolta, sund, frjálsar íþróttir og líkamsrækt. Vegna mismunandi íþróttameiðsla í gegnum árin auk menntunar sinnar, hefur hann víðtækan skilning á slíkum meiðslum og hefur lært ýmsar aðferðir til að greina og meðhöndla meiðsli og önnur stoðkerfisvandamál.

    Þá hefur Fannar einnig tileinkað sér aðferðir, æfingar og líkamsbeitingu til að fyrirbyggja verki. 

    Gonstead Specific Chiropractic Seminars – Dr. Lawrence King – 4 námskeið            2018 –2021

    Reflex Performance Reset (RPR)  2021

    GMI Pelvic Bench – Dr. Dan Lyons 2022

    Gonstead seminars – Dr. PO Pomajzl og Dr. Matt Betterton                                    2023

    Gonstead Technique European Boot Camp – Dr. Herb Wood – 3 námskeið          2023 – 2024

     

    Bjarki Rúnar Sigurðsson M. Chiro

    Á starfsnámsári

    bjarki@kpi.is

    Bjarki lærði kírópraktík í AECC University í Bretlandi í 4 ár og útskrifaðist þaðan 2024 með master of chiropractic. Ásamt því að hafa lært Kírópraktík er Bjarki einnig útskrifaður ÍAK Styrktarþjálfari. En hann sá meðal annars um styrktarþjálfun fyrir Körfuknattleiksdeild Hauka og Körfuknattleikssamband Íslands, ásamt því að vinna með fjölbreyttum kúnnahóp að ná markmiðum sínum.
    Í gegnum námið hefur Bjarki öðlast þekkingu sem nýtist til að fyrirbyggja vandamál og verki í líkamanum ásamt því að bæta lífsgæði og hreyfigetu. Í klíníska náminu sá hann fjölbreyttann kúnnahóp ásamt því að fá dýrmæta reynslu úr starfsnámi í íþrótta kíník. En þar meðhöndlaði hann íþróttafólk á öllum aldri úr mismunandi íþróttagreinum. En þar lærði hann undir leiðbeinendum sem hafa meðal annars starfað fyrir Premier League lið á Englandi og Formúlu 1 lið.

    Anna Gísladóttir

    Skrifstofustjóri
    kpi@kpi.is

    Anna hefur starfað á Kírópraktorstofu Íslands frá 2014 og er því vel kunnug starfssemi stofunnar.

    Anna er morgunmanneskja og sér til þess að dyrnar séu opnaðar klukkan sjö alla virka daga.
    Anna sinnir ýmsum verkefnum sem snúa að viðskiptavinum okkar, bókunum og öðrum mikilvægum skrifstofutengdum verkefnum hjá okkur.

    Anna er mikil barnakona og hjálpar gjarnan til við að sinna litla fólkinu sem leitar til okkar á stofuna.

    Selma Rún Scheving Jónsdóttir

    kpi@kpi.is

    Selma hóf störf hjá Kírópraktorstofu Íslands vorið 2024 eftir að hafa verið skjólstæðingur hjá stofunni.

    Selma er einnig í námi og vinnur hér seinni part dags
    hjá okkur. Selma stefnir á nám í læknisfræði í framtíðinni og er að undirbúa sig fyrir það.

    Guðrún Svava Egilsdóttir

    kpi@kpi.is

    Guðrún Svava er dóttir Egils kírópraktors. Hún starfaði hjá föður sínum þegar hann rak stofuna sína á Laugarvegi áður en Kírópraktorstofa Íslands og sú stofa sameinuðust.

    Guðrún er í afleysingum hjá okkur þessa stundina.

    Agnes Matthíasdóttir

    kpi@kpi.is

    Agnes er eiginkona Egils kírópraktors. Agnes rak Kírópraktík, stofu Egils áður fyrr með Agli og þekkir því vel stéttarinnar. 

    Agnes er í afleysingum hjá okkur.